Undanfarna daga hafa nemendur í 10. bekk farið um sveitina og selt pappír og fisk. Hluti nemenda ákvað að bíða með að afhenda pappírinn þar til fiskurinn yrði einnig kominn í hús.
Nú er ljóst að ekki er hægt að afhenda fiskinn á allra næstu dögum vegna bilunar í vélum hjá söluaðilum. Nemendur munu því afhenda pappírinn fljótlega og fiskinn um leið og hann kemur.
Bestu kveðjur og þakkir fyrir biðlundina, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla.