Skemmtileg frétt: Útivistastígurinn skreyttur og opinn fyrir umferð

Fréttir

Í dag fengum við senda sérlega skemmtilega ábendingu og frásögn af skemmtilegheitum í sveitarfélaginu frá Ingileifu Ástvaldsdóttur.

"Einhver var svo skemmtilegur og skapandi í vikunni að skreyta göngustíginn með snjóskúlptúrum. Það lífgaði heldur betur uppá skokktúrinn þann daginn." Fleiri myndir er hægt að sjá hér á facebooksíðu Ingileifar.

 

Lumar þú á skemmtilegri frétt eða fallegum myndum fyrir heimasíðu sveitarfélagsins? Efni sendist á esveit@esveit.is

Með vinsemd og þökk, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.