Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar miðvikudaginn 28. maí var samþykktur samningur ásamt verkáætlun við Tengi hf. um lagningu ljósleiðara í allt sveitarfélagið á næstu 2 árum. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins við verkið er um 57 millj. kr.
Drög að samningnum og verkáætlunin voru kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn var í Laugarborg þriðjudagskvöldið 26. maí. Á fundinum kom fram mikil ánægja fundarmanna með þessa fyrirhuguðu framkvæmd.