Pétur Ben heldur tónleika fimmtudaginn 13. september n. k. í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Miðaverð kr. 2.000,-
Á efnisskránni verða lög af plötunni Wine For My Weakness, ýmis tökulög og tónlist úr kvikmyndunum Börn og Fullorðnir
Á efnisskránni verða lög af plötunni Wine For My Weakness, ýmis tökulög og tónlist úr kvikmyndunum Börn og Fullorðnir
Pétur Ben er fæddur í Reykjavík árið 1976. Hann útskrifaðist frá Tónsmíðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2004 og hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Hann hefur samið tónlist fyrir leikhús, nú síðast verkið Killer Joe, sem sýnt er í Borgarleikhúsi, en einnig fyrir kvikmyndir. Hinni áhrifamiklu tónlist Péturs við kvikmyndirnar "Börn" og "Foreldrar" hefur verið afar vel tekið. Pétur vann náið með Mugison á árunum 2003 til 2005 bæði í hljóðveri og á sviði. Fyrsta sólóplata hans, "wine for my Weakness hlaut íslensku Tónlistarverðlaunin 2007, sem besta platan.
(texti af vef Kirkjulistahátíðar 2007)
Á síðustu misserum hefur Pétur Ben, bæði einn og með hljómsveit, spilað sig inn í hug og hjörtu íslenskra tónlistarunnenda. Hann hefur sýnt og sannað að hann er frábær á sviði.
Á fyrstu plötu sinni Wine for my Weakness, sem gefin var út af 12 Tónum árið 2006, er Pétur Ben í söngvaskáldsstílnum. Platan grípur hlustandann strax frá byrjun þar sem tvíbendnar tilfinningar listamannsins ráða ríkjum.
Pétur Ben hefur fengið mjög góða dóma, bæði á Íslandi og í Danmörku. Honum hefur verið lýst sem "öruggum nýliða" og "óvenjulegum talent".
(texti af vef Kirkjulistahátíðar 2007)
Á síðustu misserum hefur Pétur Ben, bæði einn og með hljómsveit, spilað sig inn í hug og hjörtu íslenskra tónlistarunnenda. Hann hefur sýnt og sannað að hann er frábær á sviði.
Á fyrstu plötu sinni Wine for my Weakness, sem gefin var út af 12 Tónum árið 2006, er Pétur Ben í söngvaskáldsstílnum. Platan grípur hlustandann strax frá byrjun þar sem tvíbendnar tilfinningar listamannsins ráða ríkjum.
Pétur Ben hefur fengið mjög góða dóma, bæði á Íslandi og í Danmörku. Honum hefur verið lýst sem "öruggum nýliða" og "óvenjulegum talent".