Páskaganga og vöfflukaffi


Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 10. apríl. Gangan hefst við Bangsabúð kl. 10 og genginn verður innri Saurbæjarhringurinn sem er u.þ.b. 26 km. Bílar frá Dalbjörg verða á staðnum eins og venjulega og flytja þá sem ekki vilja ganga alla leið aftur í Bangsabúð.

Þátttökugjald í göngunni eru 1000 kr. fyrir eldri en 12 ára og 500 kr. fyrir 6-12 ára. Innifalið í því eru vöfflur, kakó og kaffi í Bangsabúð að lokinni göngu. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð fyrir krakkana í Unglingadeildinni á Landsmót Unglingadeilda sem verður í sumar. Þau ætla að safna áheitum þennan dag og ganga hringinn með börur.
Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning unglingadeildarinnar:
Reikningsnúmer: 302-26-12484 og kennitala: 530585-0349
eða í áheitakassa sem verður í Bangsabúð meðan á göngunni stendur.

Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga hringinn og styðja við bakið á krökkunum okkar svo að þau geti farið á þennan skemmtilega viðburð sem Landsmót unglingadeildanna er.
Gleðilega páska!
Hjálparsveitin Dalbjörg