Okkur barst þessi skemmtilega vísa í tilefni kosninganna.
Til að gæta fyllsta hlutleysis birtum við þetta ekki fyrr en að loknum kosningum.
Nú þeysa ýtar utan stanz
um Eyjafjarðarsveit.
Hagsældarbirki H-listans
mun hæfa mörgum reit
Kempur stíga krappan dans
kjörið færist nær,
en hvar er askur O-listans
sem átti að fá í gær
Vorið kom með fuglafans
fífill söng við raust :
"Friðargreni F-listans
finnum kannski í haust".
Höfundur
Ólafur Rósenkrantz