OPNUNARHÁTÍÐ VAÐLAHEIÐARGANGA

Laugardaginn 12. janúar nk. verða Vaðlaheiðargöng opnuð með formlegum hætti og verður viðamikil dagskrá allan daginn af því tilefni. Göngin verða lokuð á opnunardaginn kl. 08:00 - 18:00.

Nýársmót Hjólreiðafélags Akureryrar
Kl. 09:30  Nýársmót Hjólreiðafélags Akureyrar – HFA í göngunum. Skráning og allar nánari upplýsingar á fb-síðu HFA – Nýársmót HFA.

Á hjólaskíðum í gegnum göngin
Kl. 11:15 / 11:30  Gönguskíðamenn í skíðagöngudeild Skíðafélags Akureyrar fara á hjólaskíðum í gegnum göngin. Rútuferð frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi kl. 10:50 fyrir þá sem það vilja. Ræsing kl. 11:15 í 15 km við gangamunnann Eyjafjarðarmegin (fram og til baka) og í 7,5 km kl. 11:30 við gangamunnann Fnjóskadalsmegin (skíðað að gangamunnanum Eyjafjarðarmegin).

Opin hlaupaæfing
Kl. 11:30  Opin hlaupaæfing í göngunum á vegum hlaupahópsins UFA-Eyrarskokks á Akureyri. Öllum velkomið að taka þátt, fólk skokkar/gengur á sínum hraða. Sjá nánar á fb-síðunni Hlaupum gegnum göngin. Rúta fyrir hlaupara/göngufólk leggur af stað frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi kl. 10:50.

Opið hús í Gamla barnaskólanum á Skógum
Kl. 12:00 – 17:00  Opið hús í Gamla barnaskólanum á Skógum í Fnjóskadal. Gamli Bjarmasalurinn verður til sýnis, einnig gamlar ljósmyndir, fróðleikur um barnaskólann, starfsemi hússins o.fl. Heitt á könnunni.

Opinn kynningardagur
Kl. 13:00 – 15:00  Opinn kynningardagur í Vaðlaheiðargöngum. Rölt um göngin, hjólað eða ekið milli  staða í metanstrætó. Sýning um framkvæmd ganganna og kynning á vegum Norðurorku á heitu og köldu vatni í göngunum. Klukkan 13 til 14 býður World Class upp á alvöru líkamsrækt fyrir þá sem vilja taka á því. Fólk mæti léttklætt með handklæði og vatnsbrúsa. N3 plötusnúðar taka á móti gestum, fulltrúi Vaðlaheiðarganga hf. býður fólk velkomið og tónlist flutt af Söngfélaginu Sálubót, Kristjáni Edelstein, Andra Snæ (harmonika) og Þórhalli (saxófónn), akureyrsku hljómsveitinni Angurværð og Marimbasveit Þingeyjarskóla.

Formleg vígsla ganganna (við gangamunnann Fnjóskadalsmegin)
Kl. 15:00 Tónlistarflutningur Vandræðaskáldanna Vilhjálms B. Bragasonar og Sesselíu Ólafsdóttur.
Kl. 15:30 Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., ávarpar gesti og býður þá velkomna.
Kl. 15:35 Vandráðaskáld frumflytja lag um Vaðlaheiðargöng.
Kl. 15:40 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, flytur ávarp fyrir hönd hluthafa / Greiðrar leiðar.
Kl. 15:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytur ávarp fyrir hönd hluthafa / íslenska ríkisins (í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra).
Kl. 15:50 Friðrik Ómar Hjörleifsson syngur Vor í Vaglaskógi
Kl. 15:55 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar flytur ávarp.
Kl. 16:00 Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., flytur ávarp.
Kl. 16:05 Borðaklipping. Um hana sjá tveir eldri borgarar sem búsettir eru í sveitarfélögunum beggja vegna Vaðlaheiðar: Hólmfríður Ásgeirsdóttir (f. 1927) á Hallandi á Svalbarðsströnd og Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Þingeyjarsveit (elsti íbúi Þingeyjarsveitar – f. 1919). Þeim til aðstoðar verða Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi, og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit. „Skærahaldarar“ verða Emelía Bergmann Valgeirsdóttir, Ragnhildur Edda Ágústsdóttir og Bryndís Eva Ágústsdóttir.

Að formlegri vígslu lokinni munu félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar aka fyrstir í vesturátt í gegnum göngin í .

Kaffisamsæti í Valsárskóla
Kl. 15:00 – 18:00  Kaffisamsæti í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Öllum er boðið í kaffi og meðlæti á meðan húsrúm leyfir. Myndasýning, ávörp og skemmtiatriði.
Rétt er að geta þess að ávörp í hófinu verða flutt eftir að gestir koma í hús frá formlegri vígslu ganganna, ætla má að það verði einhvern tímann nálægt kl. 17.

Rútuferðir
Vegna takmarkaðs fjölda bílastæða við Vaðlaheiðargöng verður boðið upp á rútuferðir frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri og Valsárskóla á Svalbarðsströnd í göngin og til baka á hálftíma fresti. Fyrsta ferð frá Glerártorgi kl. 12:30 og Valsárskóla á Svalbarðsströnd kl 13:00. Rútuferðir á hálftíma fresti frá Valsárskóla til Akureyrar meðan á kaffisamsæti stendur, fyrsta ferð kl. 15:30, sú síðasta kl. 18:00.