Á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15, verður formlega opnaður nýr endurhæfingar- og útivistarstígur í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígur þessi er malbikaður og hannaður með þarfir hreyfihamlaðra í huga svo sem flestir geti notið útivistar og hreyfingar í skóginum. Stígurinn er steinsnar frá Kristnesspítala þar sem rekin er endurhæfingardeild og öldrunardeild. Með þessum stíg skapast einstök aðstaða til útivistar og endurhæfningar.
Við opnunina flytur formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, ávarp, einnig Ingvar Þóroddsson yfirlæknir og Rúnar Ísleifsson skógarvörður.
Sjá nánar í frétt á vef Skógræktarinnar.