Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 8. september 2022 að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Ölduhverfi í landi Kropps fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps eru auknar úr 80-100 íbúðum í 213 íbúðir. Auk þess koma í aðalskipulagstillögunni fram skilmálar um íbúðargerðir, yfirbragði byggðar og áfangaskiptingu uppbyggingar á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni eru skilgreindara lóðir fyrir alls 23 fjölbýlishús, 15 raðhús og 8 einbýlishús. Lóðirnar skiptast upp í fjóra framkvæmdaráfanga upp á 50-60 íbúðir. Deiliskipulagstillagan gerir einnig grein fyrir vegtengingu íbúðarsvæðisins við götu- og stígakerfi Hrafnagilshverfis og staðsetningu hreinsivirkis fráveitu.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 4. nóvember og 1. desember 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Meðan á kynningartímabilinu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum eða athugasemdum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022. Þar munu fulltrúar sveitarstjórnar og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillögurnar og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum.
Ábendingar og athugasemdir skulu berast skriflega ekki síðar en fimmtudaginn 1. desember 2022 til skipulagsfulltrúa í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eða með bréfpósti til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.
Skipulagsfulltrúi.