Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár verður haldin minningarathöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi sunnudaginn 19. nóvember. Öll eru velkomin.
Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar munu einnig standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land, sunnudaginn 19. nóvember og verður streymt frá einhverjum þeirra á Facebooksíðum björgunarsveita og slysavarnadeilda.
Að baki minningardeginum standa auk Samgöngustofu, innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan og Vegagerðin.
Útvarpsstöðvar landsins sameinast í spilun á When I think of angels
Lagið When I think of Angels er orðið einkennislag minningardagsins hér á landi. Það er samið af KK (Kristjáni Kristjánssyni) og sungið af systur hans Ellen. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992.
Allar útvarpsstöðvar landsins með beinar útsendingar munu sameinast í spilun lagsins kl. 14:00 á minningardeginum.
Upplýsingar um dagskrá og væntanlega viðburði