MÍ 11 - 14 ára í frjálsum íþróttum


"Það komu hvorki meira né minna en fimm Íslandsmeisaratitlar í hús um helgina.

Maciej Magnús Szymkowiak ( Dalvík) byrjaði mótið og vann sigur í kúluvarpi 12 ára og kastaði 11,92m sem er nýtt æfingahópsmet

11 ára stelpur (Dagbjört Æskunni,Monika Samherjum,Erla og Sibba Ólafsfirði) urðu Íslandsmeistarar í 4x100m boðhlaupi

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir Ólafsfirði sigraði með glæsibrag í hátökki 13 ára telpna með stökk upp á 1.55m sem er nýtt æfingahópsmet. Þetta var nokkuð óvænt en algjörlega frábært hjá þessari mögnuðu stelpu.

11 ára stelpurnar urðu svo Íslandsmeistarar félagsliða í frjálsum með miklum yfirburðum og fengu þær 64,5 stig. Í þessum hóp voru þær Erla Vilhjálmsd. Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir, Monika Rögnvaldsdóttir og Dagbjört Ýr Gísladóttir.

12 ára strákar unnu einnig stigakeppnina hjá 12 ára strákunum og Íslandsmeistarar félagsliða 12 ára stráka í frjálsum íþróttum eru þeir Maciej Magnús Szymkowiak, Örn Elí Gunnlaugsson Ólafsfirði, Benidikt Línberg og Arnaldur Starri Stefánsson Æskunni.

Til Hamingju krakkar :):):):):):):):):):):):):):):):)

Aðrir sem unnu til verðlauna voru:

Örn Elí ( silfur í langstökki og 800m)
Sigurbjörg Áróra ( Silfur í kúlu og brons í spjóti)
Dagbjört Ýr ( brons í langstökki)
Sveinborg Samherjum( brons í 800m)
Hermann, Kristján Hjalti, Máni og Daníel Samherjum( brons í 4x100m)
Maicej, Arnaldur, Benedikt og Örn Elí (brons í 4x100m)

Arlinda hjá Reyni setti svo nýtt æfingahópsmet í kúluvarpi 2 kg þegar hún kastaði 8,44m

Margir voru að bæta sinn persónulega árangur og vil ég þakka foreldrum fyrir að mæta og verð ég að segja að hvatningin á seinni deginum var engu lík, við gjörsamlega tókum yfir svæðið og hvöttum okkar krakkar til mikilla afreka, klappliðið færði sig á milli staða og studdi vel við krakkana

ÁFRAM SVONA

Kveðja Ari, Edda og Steinunn"