Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála


Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings. Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að í aukaúthlutun árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
• Verkefni sem tengjast aðventunni
• Verkefni sem auka þátttöku ungs fólks í menningarstarfi
• Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina
• Uppsetning viðburða á fleiri en einum stað

Umsóknarfrestur er til og með 1. September. Úthlutun fer fram í október.
Verkefni sem fá úthlutað í aukaúthlutun verða að fara fram á tímabilinu október 2008 – janúar 2009. Hámarksstyrkur aukaúthlutunarinnar er 300.000 kr.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfanginu menning@eything.is