Frá Samherjum fóru þau Kristján Rögnvaldsson, Jónas Rögnvaldsson, Jófríður Stefánsdóttir, Eva Magnúsdóttir og Davíð Sæmundsson.
Kristján Rögnvaldsson vann sín fyrstu verðlaun á Meistaramóti með frábærri frammistöðu en hann varð 3. Í 400m og 200m. Einnig varð hann 4 í 300m grind og 5. Í langstökki. Jónas varð 4 í 800m hlaupi og 6. Í 300m grind, Jófríður og Eva urðu í 4. Sæti í 4x100m boðhlaupi og Davíð varð 4 í hástökki. Jónas og Davíð urðu í 3. Sæti í 4x100m boðhlaupi. Síðan urðu Kristján, Jónas og Davíð í 4. Sæti í 4x400m boðhlaupi sem er gríðarlega erfið grein.
UMSE hefur ekki sent svo stóran hóp frá sér lengi en í hópnum voru 12 krakkar, 5 frá Smáranum, 5 frá Samherjum 1 frá Dalvík og 1 frá Reyni. UMSE endaði í 9 sæti af 14 liðum með 53 stig sem er besti árangurinn okkar í þó nokkurn tíma. Þarna er kominn hópur sem þarf að styrkja og bæta ofan á.
Frekari upplýsingar um starfið hjá frjálsíþróttakrökkunum má finna á heimasíðu Ara : http://blogcentral.is/jonasari