Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit, um er að ræða 100% stöðu.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Í starfinu felst umsjón með mötuneyti leikskólans; að framreiða í matar- og kaffitímum, frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna. Hádegismatur er aðkeyptur úr mötuneyti Eyjafjarðarsveitar sem er til húsa við Hrafnagilsskóla.
Hæfniskröfur:
• Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði.
• Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji.
• Lipurð og færni í samskiptum.
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
Leikskólinn Krummakot er í Hrafnagilshverfi, aðeins 10 kílómetra sunnan Akureyrar. Um 60 börn frá 12 mánaða aldri eru í leikskólanum á þremur deildum.
Umsóknir um starfið sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfang skrifstofustjóra, stefan@esveit.is merkt „Matráður 1708015“ í efnislínu (e. subject). Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt tilvísun til tveggja meðmælenda. Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu eða í tölvupósti eigi síðar en 30. ágúst 2017.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu í síma 463-0600.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.