Matarstígur Helga magra hefur áhuga á því að kortleggja möguleika sveitunga á því að rækta matjurtir í sumar í tengslum við bændamarkaði matarstígsins.
Matarstígurinn opnar tækifæri til að koma uppskerunni í verð og tækifæri til að glæða samfélagið lífi.
Þeir landeigendur sem hyggjast rækta matjurtir í sumar og hafa áhuga á samstarfi við Matarstíg Helga magra, eða hafa land aflögu til láns eða leigu til áhugasamra aðila, eru beðnir um að hafa samband við Kalla á netfanginu matarstigur@simnet.is eða í síma 691-6633 fyrir kl. 16:00 á daginn.
Við teljum að auka megi matvælaframleiðslu í sveitinni allnokkuð með þessu móti auk þess sem þetta gæti gefið smá aur í aðra hönd fyrir viðkomandi.
Einnig er möguleiki á því að selja afurðirnar til veitingaaðila og jafnvel framleiða sérstaklega fyrir þá þær matjurtir sem þeir þurfa.
Rófur, grænkál, hvítkál, blómkál, rauðkál, salat og fleira og fleira.
Þá er ekki úr vegi að dusta rykið og snjóinn af vannýttum gróðurhúsum og hefja þar ræktun á nytjajurtum og berjum jafnvel og nýta bændamarkaðina sem söluvettvang.
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf