Mannamót markaðsstofanna er árlegur viðburður þar sem haft er að leiðarljósi að skapa kynningarvettvang fyrir ferðaþjónustuaaðila á landsbyggðinni og tækifæri fyrir þá til að koma á fundum fagaðila í greininni. Þetta er vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila að kynna sig og kynnast öðrum.
Sveitarfélagið hefur látið útbúa kynningarefni sem aðilar geta nýtt sér til að samræma útlit sýningarkerfa en með því verða aðilar meira áberandi á sýningunni og koma saman sem ein heild fyrir svæðið. Á sýningunni árið 2019 var stuðst við þetta og vakti það mikla eftirtekt.
Sveitarstjóri hvetur aðila til að taka þátt í Mannamótum en þetta er ein ódýrasta ferðaþjónustustýning sem hægt er að fara á og til þess fallin að mynda góð tengsl. Þá geta aðilar leitað til sveitarstjóra með að nálgast bakland og borðkort á sýningarsvæði sitt. Þá er mögulegt að fá uppfærslu á samræmdu baklandi fyrir nýja aðila og mun sveitarfélagið leggja til vinnu við að útbúa það fyrir aðila til samræmis við fyrri baklönd.
Skráning á mannamót fer fram hér Upplýsingar til sýnenda | Markaðsstofur landshlutanna (markadsstofur.is)
Sýningin fer fram þann 18.janúar næstkomandi í Kórnum, Kópavogi.
Þeir sem hafa áhuga á baklandi hafi samband við Finn Yngva sveitarstjóra með tölvupósti á sveitarstjori@esveit.is