Lýðheilsustyrkur

Fréttir

Eyjafjarðarsveit veitir íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri styrk til heilsueflingar. Markmið lýðheilsustyrkja er að stuðla að aukinni heilsueflingu, líkamlegri og félagslegri. Styrkur er veittur vegna skráninga- og þátttökugjalda fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt félagsstarf og líkamsrækt sem stuðlar að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Styrkur árið 2021 er fjárhæð 15.000 kr.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:

  1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða.
  2. Staðfestingu á greiðslu.
  3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.

Hægt er að skila því inn á skrifstofu sveitarfélagsins eða rafrænt á hlekknum hér.