Loksins ADSL


Samkvæmt fréttum frá Símanum er nú loks séð fyrir endann á uppsetningu ADSL  og Sjónvarpi Símans í Reykárhverfi. Þeir notendur sem eru innan 6 km línuleiðar frá stöð, geta nýtt fulla þjónustu kerfisins en hún takmarkast við lengri leiðir. Í prófun er nýr búnaður hjá Símanum sem gerir kleift að flytja ADSL og Sjónvarpsmerkið á lengri línuleiðum. Reikna má með að sá búnaður verið tekin í notkun á nýju ári.

Með ADSL tengingu fæst öruggt netsamband og hægt er að velja áskriftarleið eftir netnotkun og hraðinn er allt að 12 Mb/sek.
Með Sjónvarpi Símans opnast aðgangur að öllum íslensku sjónvarpsstöðvunum og yfir 60 erlendum stöðvum í bestu myndgæðum. Með fjarstýringunni fæst aðgangur að bíói heima í stofu þar sem leigja má bíómyndir og fá að auki frítt efni.