Einhvers misskilnings virðist gæta um flokkun lífræns úrgangs sunnan Miðbrautar, en sérstök söfnun á honum fer ekki fram.
Boðið er upp á vandaða jarðgerðartunnu í staðinn fyrir þá sem það vilja gegn því að greiða 25% af kostnaði við tunnuna. Þar sem eitthvað lífrænt fellur til sem ekki nýtist heima eða er jarðgert skal setja það með óflokkaða sorpinu. Maíspokana má nota í heimajarðgerðartunnu eða í almenna sorpið, en ekki setja lífrænt sorp í flokkunartunnuna.
Þeir sem hafa áhuga á jarðgerðartunnu þurfa að panta hana á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.