Lekaleit með drónum frestað til 13.-18. maí

Fréttir

Dagana 13.-18. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin fer m.a. fram í Eyjafjarðarsveit og þá í Hrafnagilshverfi, á Kristnesi og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri. Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum sem og til að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir. Myndir eru teknar úr þónokkurri hæð svo ekki er hægt að greina neina persónugreinanlega hluti á þeim. Gögnin munu afhendast Norðurorku og ekki fara í dreifingu út á við. ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi og þakkar fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði.
Norðurorka.