Leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi er 80 barna leikskóli fullur af hressum og skemmtilegum krökkum. Í leikskólanum er áhersla lögð á söguaðferð, jákvæðan aga, málörvun, hreyfingu og útinám en leikskólinn er staðsettur rétt við Aldísarlund, lítils skógarreitar, sem oft er notaður til útikennslu og leikja í starfsemi skólans.
Göngufæri er frá leikskólanum að Hrafnagilsskóla þar sem nú er verið að byggja nýja aðstöðu fyrir leikskólann sem starfsemin mun flytja í á komandi ári.
Virðing, góðvild og festa þar sem gleði og fagmennska ríkir er hluti af skólasýn Krummakots.
Auglýst er eftir áhugasömum einstaklingum í almenn störf á leikskólanum
Starfsmaður á leikskóla sinnir fjölbreyttum störfum innan veggja hans og utan. Tekur hann meðal annars þátt í aðstoð við kennslu, að leiðbeina börnum og fjölmörgum öðrum tilfallandi verkefnum sem starfseminni fylgja. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum í góðum hóp starfsmanna og taka þátt í skemmtilegu starfi í blómlegri sveit. Leitað er að einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka að sér mismunandi verkefni og flæða á milli eininga í starfseminni eftir þörfum.
Umsækjandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, hafa hreina sakaskrá, njóta þess að vinna með öðru fólki og hafa ríkan vilja til að leggja sitt af mörkum við að viðhalda góðum starfsanda. Leitað er eftir fólki bæði í fullt starf og hlutastarf. Launakjör taka mið af gildandi kjarasamningum.
Áhugasamir sendi umsóknir á erna@krummi.is
Erna Káradóttir
Leikskólastjóri