LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans
● Kennari í 100% starf
● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.
Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
• Færni í að vinna í stjórnendateymi.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
• Góð íslenskukunnátta skilyrði.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
Umsóknarfrestur er til 15. október 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is