Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða starfsfólk

Fréttir

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti er 81 dásamlegt barn á aldrinum 1 - 6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Framkvæmdir við byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann eru nú í fullum gangi sem opnar árið 2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
• Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku.
• Metnaður og áhugi til að taka þátt í þróun á góðu skólastarfi.

Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is


Mynd af útikennslusvæðinu í Aldísarlundi.