Laus staða flokksstjóra vinnuskólans 

Fréttir

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða í starf flokksstjóra við vinnuskólann í sumar.

Starfið felst m.a. í því að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu í samráði við verkstjóra vinnuskólans. Sinna verkefnum við hreinsun á umhverfi og almennum garðyrkjustörfum. Flokksstjóri vinnur auk þess markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda.

Hæfniskröfur: Vera góð fyrirmynd, stundvísi, vinnusemi, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfi veitir Davíð Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar í síma 894 3118. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skila á netfanginu eignasjodur.forstodumadur@esveit.is.