Tónleikar á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2008 kl. 15.00.
Flytjendur: Hlín Pétursdóttir Behrens / sópran & Hrefna Eggertsdóttir / píanó.
Efnisskrá: Íslensk einsöngslög við texta eftir m.a. Þórarin Eldjárn, Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Höllu Eyjólfsdóttur, Hannes Pétursson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Davíð Þór Jónsson.
Árlega heldur Laugarborg Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með tónleikum af þessu tagi.
Flytjendur: Hlín Pétursdóttir Behrens / sópran & Hrefna Eggertsdóttir / píanó.
Efnisskrá: Íslensk einsöngslög við texta eftir m.a. Þórarin Eldjárn, Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Höllu Eyjólfsdóttur, Hannes Pétursson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Davíð Þór Jónsson.
Árlega heldur Laugarborg Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með tónleikum af þessu tagi.
Hlín Pétursdóttir Behrens lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1992 undir leiðsögn Sieglinde Kahmann og stundaði síðan framhaldsnám við óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg.
Veturinn 1994-95 var hún gestasöngvari við óperuhúsin í Stuttgart og Bern. Árin 1995-97 var Hlín fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern og við Staatstheater am Gärtnerplatz í München 1997-2004. Á þessum árum kom Hlín fram sem gestur í óperuhúsum víðsvegar um Þýskaland, auk þess að syngja í Austurríki, Sviss, Frakklandi og Svíþjóð og kynna íslenska tónlist á ljóða- og kirkjutónleikum. Hún hefur sungið öll helstu verk kirkjubókmenntanna. Meðal stærri tónleika eru Carmina Burana og Requiem Mozarts í tónlistarhöllinni í Hamborg, Messías í Hamborg og Strahlsund, c-moll messa Mozarts í Hamborg og Kaiserslautern og óperettugala í Fílharmóníunni í Berlín og í óperunni í Frankfurt.
Hlín flutti heim haustið 2004 og kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Árnesinga. Á Íslandi hefur Hlín sungið hlutverk Musettu í La Bohème eftir Puccini, Chlorindu í Öskubusku eftir Rossini og Ännchen í Galdraskyttunni eftir Weber auk þess að halda ljóðatónleika og koma fram á kammertónleikum.
Hrefna Eggertsdóttir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Arndís Steingrímsdóttir, Jón Nordal og Árni Kristjánsson voru aðalkennarar hennar. Framhaldsnám stundaði hún við Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg hjá Klöru Harrer prófessor, Hans Kann prófessor og Harald Ossberger. Hún starfar nú sem kennari og píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hrefna og Hlín hafa starfað saman síðan 2003.