Land fyrir stafni!
Svo nefnist ný sýning á fágætum Íslandskortum sem opnuð verður á Minjasafninu á Akureyri fimmtudaginn 5.júní kl. 17.
Sýningin samanstendur af einstökum landakortum frá 1547-1808. Lengi vel þekktu erlendir kortagerðarmenn lítið til landsins, höfðu mögulega
óljósar fregnir af því og færðu hringlaga eyju inn á Evrópukortið. Þegar framliðu stundir breyttist landið úr torkennilegri
eldfjallaeyju með sjóskrýmslum og furðuverum í kunnulegt land með stórskorinni strönd. Kortin endurspegla aukna þekking Evrópubúa
á umheiminum eftir því sem fram líður. Á kortunum fjölgar örnefnum og upplýsingum skráðum af vísindalegri
nákvæmni, sem þó ber fagurfræði þeirra ekki ofurliði.
Landakortin eru 76 talsins frá Ítalíu, Hollandi, Englandi, Frakklandi, Tékklandi, Austurríska keisaraveldinu og Þýskalandi. Hvert öðru
sérkennilegra og sérstakara, þannig er að finna kort á sýningunni sem aðeins er til í einu öðru eintaki í heiminum.
Kortin eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxboek til íbúa Akureyrar. Þau hafa safnað kortum af Íslandi eða
þar sem landið er hluti Evrópukorts um áratuga skeið. Schulte hjónin tóku ástfóstri við Ísland og Akureyri fyrir nokkrum árum
og ákváðu að gefa þau til Akureyrar.
Í tengslum við sýninguna verða skemmtilegir viðburðir og fjölskylduleikir. Á Jónsmessu skríða sjóskrímsli á land og
taka sér bólfestu á safninu. Einnig verður hægt að gerast landkönnuður og skoða sýninguna með barnakorti og finna fjarsjóð
á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Sýningin er í stóra sal Minjasafnsins á Akureyri en þar opnaði síðast ný sýning 1999. Það er því sannarlega
tímamót í vændum.
Með augum fortíðar.
Sama kvöld opnar óvenjuleg ljósmyndasýning. Með augum fortíðar. Akureyri ljósmynduð með tækni 19. aldar. Hörður Geirsson hefur
undanfarin ár lært aðferðir þær sem notaðar voru við ljósmyndun á 19. öld á svokallaðar votplötur. Hann gegnur skrefinu
lengra en flestir ljósmyndarar því hann smíðar einnig myndavélar og færanlegt myrkraherbergi. Á sýningunni gefur að líta myndir
sem Hörður hefur tekið af stundarkornum viða um Akureyri og í sumar bætast við nýjar myndir frá nýjum sjónarhornum og gefst í
leiðinni tækifæri að fylgjast með ljósmyndaranum að verki.
Sýningarnar opna fimmtudaginn 5. júní kl. 17 og er opið til 21:00 og allir velkomnir.
Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga 10-17.
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf