Kynningarfundur um deiliskipulag Svínahúss í landi Torfa

Svínashús í landi Torfa
Svínashús í landi Torfa

Nú stendur yfir deiliskipulagsvinna vegna svínahúss í landi Torfa og hefur skipulagstillaga verið samþykkt í sveitarstjórn. Eyjafjarðarsveit boðar nú opinn kynningarfund í veitingasal Hrafnagilsskóla að Skólatröð 9, miðvikudaginn 5. desember klukkan 20:00.

Á fundinum verður deiliskipulagstillaga á vinnslustigi kynnt og gefst gestum færi á að koma athugasemdum á framfæri. Þegar unnið hefur verið úr þeim athugasemdum sem fram koma á fundinum verður skipulagstillagan sett í formlegt auglýsingarferli.

Virðingarfyllst,

fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri

 

Skjöl

Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillaga teikning