Kolefnisreiknivél Eyjafjarðarsveitar er meðal fyrstu lausna á stafrænu lausnatorgi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga en reiknivélin var smíðuð að frumkvæði og eftir formúlu umhverfisnefndar sveitarfélagsins. Stefna ehf. sá um uppsetningu reiknivélarinnar en að verkefninu komu einnig Orkustofnun og Skógræktarfélagið, þar sem safna þurfti saman forsendum í útreikningana.
Kolefnisreiknivélin býður upp á að setja inn forsendur á borð við fjölda sauðfjár, fjölda mjólkandi kúa, eldsneytisnotkun og landnýtingu sem gefur útreiknaða áætlaða kolefnislosun á ári.