Kaffitónleikar í Laugarborg

beggi_120
Tónleikar 1. júní 2008 kl. 15.00 í Laugarborg
Miðaverð kr. 2.500,-

raggi_bjarna15x20300dpi_120 RAGGI BJARNA & BERGÞÓR PÁLSSON
ásamt hljómsveit hússins

Daníel Þorsteinsson / flygill & harmóníka
Eiríkur Stephensen / kontrabassi
Halldór Hauksson / trommur




Efnisskrá:

Ýmis dægurlög að hætti söngvaranna, þar á meðal sjómannalög.
Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.

Með tónleikunum lýkur formlegri vetrardagskrá Laugarborgar þó svo að enn séu eftir tónleikar í samstarfi við Listahátíð og svo aðrir tónleikar 16. júlí í samstarfi við Borromini tónleikaröðina á Ítalíu – nánar kynnt síðar.
Óþarfi er að kynna söngvarana enda hafa þeir sett mark sitt á tónlistarlífið síðustu áratugi.
Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistarmenn úr ólíkum áttum þó allir starfi þeir sem kennarar við Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Efnisskrá tónleikanna verður eins og vænta má dægurflugur af ýmsum toga m.a. sjómannalög eins og vera ber um þessa helgi.
Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Laugarborgar og Þingeysks sagnagarðs.
Á tónleikunum í Laugarborg sér Kvenfélagið Iðunn um sunnudagskaffi að tónleikum loknum.