Kæru sveitungar

Fréttir

Á næstu dögum ætla nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla að fara um sveitina og bjóða til sölu eldhús- og klósettpappír. Einhverjir ætla frekar að hringja á bæina á svæðunum sínum og taka niður pantanir.
Ef þið eruð svo óheppin að vera ekki heima þegar þeir koma eða hringja, en hafið áhuga á að styrkja ferðasjóðinn þeirra, getið þið hringt í skiptiborð skólans 464-8100 og pantað pappír hjá Nönnu ritara.
Fyrirfram þakkir og bestu kveðjur, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla