Íþróttapokar

Athugull afi, hann Stefán Árnason benti Íþrótta- og tómstundanefnd á ljómandi góða íþróttapoka fyrir börn og spurði hvort ekki væri hægt að gefa smáfólkinu í sveitinni slíka poka.
Nefndarmönnum leist strax vel á hugmyndina og það var ákveðið að gefa öllum leikskólabörnum á Krummakoti og nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla poka með merki og nafni sveitarfélagsins ásamt sérstökum reit fyrir nafn barnsins. Pokarnir eru bláir á litinn með hvítum stöfum og mynd.

Nú er búið að afhenda pokana í Hrafnagilsskóla, á Krummakoti og á sundnámskeiði 5 ára barna. Við viljum biðja þá sem eiga lögheimili hér í sveitinni og eiga börn á leikskólaaldri eða í 1. – 4. bekk grunnskóla sem ekki hafa fengið slíkan poka að hafa samband við Kristínu í síma 463 1590 / 861 4078.

Íþrótta- og tómstundanefnd