Íþróttamiðstöðin opnar aftur 15. apríl

Fréttir

Breyttur opnunartími í sundlauginni
Mánudaga – fimmtudaga kl 6:30 – 8:00 og 14:00 – 22:00
Föstudaga kl 6:30 – 8:00 og 14:00 – 19:00
Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 – 19:00

Sama fyrirkomulag verður í ræktinni og verið hefur. Hringja í 464-8140 til að panta tíma á opnunartíma íþróttamiðstöðvar. Hámark 2 í einu, nema fjölskylda og vinir mega vera fleiri.

Grímuskylda í anndyri og við biðjum alla um að halda áfram að huga vel að persónulegum sóttvörnum.

Hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar