Um er að ræða fullt sumarstarf fyrir konu, þar sem helstu verkefni eru öryggisgæsla í sundlaug, þjónusta og afgreiðsla viðskiptavina í íþróttamiðstöð og á tjaldsvæði og þrif skv. daglegum gátlistum.
Hæfniskröfur:
- Vera orðin 18 ára
- Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum
- Hafa gott vald á íslensku og ensku
- Hafa góða athyglisgáfu
- Vera sjálfstæð í vinnubrögðum
- Geta sýnt yfirvegun undir álagi
- Hafa ríka þjónustulund
- Vera stundvís
- Vera jákvæð
- Hafa hreint sakavottorð
Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í síma 691-6633 á vinnutíma.