Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2018

Reglum um íþrótta- og hreyfistyrk var breytt á 183. fundi íþrótta- og tómstundanefndar þannig að styrkurinn heitir nú íþrótta- og tómstundastyrkur og tekur því einnig til tómstunda barna á aldrinum 6-17 ára. Breytingin tekur gildi frá 1.1.2018. Jafnframt var styrkurinn fyrir árið 2018 hækkaður í 15.000 kr.

Ákveðið hefur verið að falla frá fyrirkomulagi með íþróttaávísanir.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda á skrifstofu:

  1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótta eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
  2. Staðfestingu á greiðslu.
  3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
 
Reglur um íþrótta- og tómstundastyrk má finna hér.