Umhverfisnefnd
Breytt fyrirkomulag sorphirðu
Frá og með 1. september mun Gámaþjónusta Norðurlands sjá um sorphirðu í Eyjafjarðarsveit. Þá verður innleitt
flokkunarkerfi sem miðar að því að endurvinna það sorp sem hægt er og minnka að sama skapi það sorp sem keyra þarf á
urðunarstað. Boðið verður upp á endurvinnslutunnu við sérhvert heimili í sveitinni. Einnig verður gámavöllur norðan við
Hrafnagilsskóla þar sem staðsettir verða gámar fyrir flesta flokka úrgang s.s. timbur, málma, garðaúrgang ofl. Opnunartími
gámavallar verður auglýstur síðar. Kynningarfundur með nánari upplýsingum fyrir íbúa sveitafélagsins verður haldinn í
Hrafnagilsskóla, fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna, fá svör við þeim spurningum sem upp kunna að
vakna og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Umhverfisnefnd