Tónleikar í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá andláti Edvards Griegs
Tónleikar 9. September í Tónlistarhúsinu Laugarborg kl. 14.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Harald Björköy, tenór & Selma Guðmundsdóttir, píanó
Efnisskrá: Norsk sönglög eftir Edvard Grieg og samtíðarmenn hans.
Tónleikar 9. September í Tónlistarhúsinu Laugarborg kl. 14.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Harald Björköy, tenór & Selma Guðmundsdóttir, píanó
Efnisskrá: Norsk sönglög eftir Edvard Grieg og samtíðarmenn hans.
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hóf tónlistarnám á Ísafirði, en stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salzburg í Austurríki og síðan við Tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi. Hún starfar sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og meðleikari við Listaháskóla Íslands.
Norski tenórsöngvarinn Harald Björköy hóf feril sinn árið 1982 og hefur sungið á tónleikum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, en þar þreytti hann frumraun sína árið 1991 í Weill tónleikasalnum í Carnegie Hall í New York. Harald Björköy er prófessor í söng við Griegakademíuna í Bergen, þar sem hann átti frumkvæðið að verkefninu “Í skugga Griegs”, þar sem safnað var saman og tekin upp verk sex norskra tónskálda frá árunum 1880 til 1940.
Norski tenórsöngvarinn Harald Björköy hóf feril sinn árið 1982 og hefur sungið á tónleikum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, en þar þreytti hann frumraun sína árið 1991 í Weill tónleikasalnum í Carnegie Hall í New York. Harald Björköy er prófessor í söng við Griegakademíuna í Bergen, þar sem hann átti frumkvæðið að verkefninu “Í skugga Griegs”, þar sem safnað var saman og tekin upp verk sex norskra tónskálda frá árunum 1880 til 1940.