Aðstandendur Handverkshátíðar hvetja íbúa sveitarinnar til að útbúa fuglahræður og velja þeim stað hér í
sveitinni sem sést frá veginum. Fuglahræðurnar mega vera óhefðbundnar og efnisval er frjálst. Í byrjun sumars (dagsetningin kynnt síðar)
þurfa þær að fara á stjá og hápunkturinn verður á Handverkshátíðinni þar sem einhverjum þeirra verður
boðið inn á svæðið og í lok hátíðar verða verðlaun veitt. Þetta uppátæki munu án efa kæta gesti
sveitarinnar líkt og póstkassarnir, traktorinn og kýrnar á Hvassafelli gerðu um árið og tryggir okkur vonandi enn fleiri gesti í ár en
síðustu ár.
Með von um góða þátttöku.
Ester Stefánsdóttir
framkvæmdastjóri Handverkshátíðar
Hér má sjá hinar ýmsu útfærslur af fuglahræðum