Hlutastörf í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit næsta vetur

Fréttir

Tvö 20% störf laus í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar frá 1. september 2024 til 31. maí 2025.
Um er að ræða annars vegar vaktir konu á miðvikudögum kl. 16 - 23 og hins vegar vaktir karls á fimmtudögum kl. 16 - 23.
Hentar skólafólki afar vel. Möguleiki á afleysingum og forgangur fyrir sumarstörf 2025 í boði.

Helstu verkefni:
• Öryggisgæsla
• Þjónusta við viðskiptavini íþróttamiðstöðvar
• Þrif á húsnæði og útisvæði
• Afgreiðsla

Hæfniskröfur:
• Vera orðin 18 ára
• Hafa hreint sakavottorð
• Standast hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum
• Geta lokið námskeiði í skyndihjálp og björgun
• Hæfni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Stundvísi
• Yfirvegun undir álagi
• Rík þjónustulund
• Gott vald á íslensku og ensku

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Umsóknir ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skal senda á netfangið karlj@esveit.is. Vegna sumarleyfa verður aðeins tekið á móti fyrirspurnum um störfin á netfanginu karlj@esveit.is.