Haldinn verður forvarnar- og fræðslufyrirlestur að Funaborg sunnudaginn 28 nóvember.
Fulltrúi frá VÍS kemur og verður með kynningu á tryggingum fyrir hesta og hestamenn.
Elfa Ágústsdóttir dýralæknir fer yfir helstu slysagildrur í hesthúsum, hvers ber að varast þegar hestar eru teknir á hús og
hvað er gott að eiga til í sjúkrakassanum.
Lífland mætir á svæðið og verður með öryggisbúnað til sýnis.
Húsið opnar kl. 15:30 og fyrirlestrar hefjast kl. 16:00, opnað verður fyrir umræður að fyrirlestrum loknum.
F.h. fræðslunefndar Funa
Edda Kamilla