Héraðsreiðleið RH7 – Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 5. september 2024 að breyttri legu RH7 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 verði vísað í breytingarferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin gerir ráð fyrir að legu héraðsreiðleiðarinnar RH7 verði breytt og hún tengd stofnleiðum RS8 til norðurs. Þaðan liggur reiðleiðin til suðurs um hitaveituveg, yfir Miðbraut (823) og meðfram jaðri skjólbeltis við landamerki Brúna og Syðra Laugalands efra að Eyjafjarðarbraut (829). Áfram er gert ráð fyrir legu reiðleiðar RH7 til norðurs að gatamótum Eyjafjarðarbrautar og Miðbrautar með hliðsjón af mögulegri reiðleið til norðurs í framtíðinni. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ef til framkvæmda kemur verði þess gætt að beitarnýting landeigenda raskist ekki utan reiðvegar á framkvæmdatímanum.

Héraðsreiðleið RH7 - Aðalskipulagsuppdráttur

Skipulagstillagan er aðgengilega á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri milli 30. október og 13. nóvember 2024, á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 1252/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 13. nóvember nk. til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi