Svohljóðandi ávarp var flutt á hátíðarsamkomu á laugardagskvöld :
- Handverksmaður ársins er landnámsmaður á vettvangi þjóðlegs íslensks handverks.
- Hann er frumkvöðull sem ber mikla virðingu fyrir viðfangsefni sínu.
- Hann er óþreytandi talsmaður þess að við varðveitum þennan merka menningararf og skilum honum óbrotnum til komandi kynslóða.
- Hann er boðberi hugsjóna og spyr aldrei um verkalaun að kvöldi en leggur allt í sölurnar fyrir hugsjónir sínar.
- Hann leitar þekkingar hvar sem hana er að finna .
- Eins og aðrir hugsjónamenn hefur hann oft talað fyrir daufum eyrum.
- Að öllum öðrum ólöstuðum hefur Handverksmaður ársins með sífelldum brýningum og hvatningu þokað Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit nær því markmiði að geta talist vettvangur fyrir sýningu og kynningu á handverki sem stenst þær faglegu kröfur um vinnubrögð, verk- og efnisþekkingu sem gera þarf.
- Handverksmaður ársins er Guðrún Hadda Bjarnadóttir.