Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Símans til að bæta GSM samband í Reykárhverfi. Settur er upp nýr sendir á
heimavistarhús Hrafnagilsskóla og mun hann stórbæta GSM samband á svæðinu, sérstaklega mun sambandið batna innandyra í
hverfinu.
Tilkoma sendisins mun líka minnka líkur á frávísun símtala á álagstímum t.d. þegar
Handverkshátíð stendur yfir. Nú síðar í mánuðinum mun Síminn einnig setja upp fullkomnustu ADSL stöð sem í boði er,
eftir uppsetningu hennar geta notendur sem tengdir eru Hrafnagilsstöð fengið Sjónvarp Símans og allt að 12Mb háhraðatengingu.