Góð heilsa alla ævi - Frábærir fyrirlestrar í tilefni Íþróttaviku

Fréttir

UNGLINGAR – HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL í Hyldýpinu föstudaginn 27. september kl. 19.30.
Heilbrigður lífsstíll er oft talinn leiðinlegur og ekki nógu töff. En það er staðreynd að það hægt að gera heilbrigðan lífsstíl mjög skemmtilegan og gefandi. Heilbrigður lífsstíll mun skila sér margfalt í námi og íþróttum. Á fyrirlestrinum verður farið í: ·Hvað er heilbrigður lífsstíll? ·Hvað er hollt mataræði? ·Dæmi um góðan og slæman næringardag ·Áhrif orkudrykkja á líkamann ·Eiga unglingar að neyta fæðubótarefna? ·Skemmtilegar leiðir að heilbrigði ·Andleg heilsa og mataræði

ELDRI BORGARAR – GÓÐ NÆRING Á EFRI ÁRUM í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. september kl. 10.00.
Það er mikilvægt að stuðla að heilsu alla ævi en næringin er jafnvel enn mikilvægari á efri árum. Íslendingar eru mjög langlífir en of margir eru ekki að upplifa alvöru lífsgæði síðustu ár eða áratugi ævinnar, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið. Á fyrirlestrinum verður farið í: ·Mikilvægi næringar á öllum aldri ·Áhersluatriði í næringu með auknum aldri ·Mikilvægi góðrar meltingar ·Tengsl lyfja við upptöku ýmissa næringarefna ·Leiðir til að draga úr aldurstengdri vöðvarýrnun

ALMENNINGUR – MÁTTUR MATARINS í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. september kl. 14.00.
Það er mikilvægt að stuðla að heilsu alla ævi en næringin er jafnvel enn mikilvægari á efri árum. Íslendingar eru mjög langlífir en of margir eru ekki að upplifa alvöru lífsgæði síðustu ár eða áratugi ævinnar, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið. Á fyrirlestrinum verður farið í: ·Mikilvægi næringar á öllum aldri ·Áhersluatriði í næringu með auknum aldri ·Mikilvægi góðrar meltingar ·Tengsl lyfja við upptöku ýmissa næringarefna ·Leiðir til að draga úr aldurstengdri vöðvarýrnun

Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Geir Gunnar er með mastergráðu (M.Sc) í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og B.Sc. gráðu í matvælafræði frá HÍ. Einnig er hann með einkaþjálfaragráðu frá Keili. Geir Gunnar starfar sem næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem fyrirlesari hjá Heilsugeiranum www.heilsugeirinn.is https://www.facebook.com/heilsugeirinn - https://www.instagram.com/heilsugeirinn/