Gleðilegt sumar

Fréttir

Um helgina eru bæði Stóri plokkdagurinn og Dagur umhverfisins. Af því tilefni vill Umhverfisnefndin hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt. Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira.

Á mánudagsmorgun 26. apríl kl. 11:00 mun Guðmundur Sigurðarson hjá Vistorku flytja erindi í fjarfundabúnaði undir yfirskriftinni “Er úrgangur vannýtt auðlind?”. Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að fara inná tengil á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg í einhvern tíma á eftir fyrir þá sem ekki geta fylgst með í rauntíma.

Settir verða út gámar fyrir járn og timbur á nokkrum stöðum um leið og þungatakmarkanir leyfa. Mikilvægt er að vel sé um þá gengið og rétt flokkað.
Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar.