Fimmtudaginn 15.febrúar næstkomandi hefst gjaldtaka á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar. Aðdragandi innleiðingarinnar hefur verið nokkur og er liður í að sveitarfélagið uppfylli lagalegar skyldur sínar. Allar helstu upplýsingar um gjaldtökuna má finna í fréttinni hér að neðan.
Afar mikilvægt er að mæta með vel flokkaðan farm á gámasvæðið þegar gjaldtaka hefur hafist. Mæti aðilar með óflokkaðan farm þá er heildin gjaldtekin sem blandaður úrgangur en kostnaður við slíkt er umtalsverður. Vilji aðilar því spara sér þann kostnað er nauðsynlegt að flokka farminn vel áður en mætt er á svæðið hvort sem magnið er mikið eða lítið og hvort sem það kemst fyrir í skotti, á kerru eða þörf sé á vagni.
Nánari upplýsingar ásamt gjaldskrá má finna hér:
https://www.esveit.is/static/files/Sorphirda/gjaldtaka-a-gamasvaedi-kynningarbref-12.02.2024.pdf
Leiðbeiningar varðandi gjaldskrá má finna hér:
https://www.esveit.is/static/files/Sorphirda/gjaldtaka-a-gamasvaedi-leidbeiningar-12.02.2024.pdf