Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum 30. apríl 2014 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Þverárnámu. Efnisnáman
er á áreyrum Þverár ytri og hefur farið í umhverfismat.
Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.
Uppdráttinn má sjá hér.
Eyjafjarðarsveit 14. júní 2014
Jónas Vigfússon, sveitarstjóri