Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur, í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um framgöngu ríkisvaldsins í þjóðlendukröfum, ákveðið að boða til almenns fundar um málefnið. Fundurinn verður haldinn í Sólgarði kl. 13:00 laugardaginn 24. mars n. k..
Frummælandi á fundinum verður Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður, en hann hefur gætt hagsmuna margra landeigenda bæði fyrir Óbyggðanefnd og fyrir dómstólum.
Sveitarstjórn hvetur alla sem telja sig eiga hagsmuna að gæta að nýta sér þetta tækifæri og fjölmenna til fundarins.