Fundarboð 651. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
651. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. mars 2025 og hefst kl. 08:00.


Dagskrá:

Almenn erindi
1. Leikskólinn Krummakot (nýji) - umsókn um frávik frá deiliskipulagi vegna staðsetningar gróðurhúss - 2502052
Eyjafjarðarsveit sækir um frávik frá deiliskipulagi Hrafnagilshverfis vegna staðsetningar gróðurhúss á og við nýja lóð leikskólans.

2. Byttunes L228844 - framkvæmdaleyfi v.haugsetningar á sandi - 2406011
Ölduhverfi ehf. óskar eftir leyfi til að viðbótar haugsetningu tímabundið sand á Byttunesi L228844.

3. Ölduhverfi - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Útgröftur fyrir vegstæði - 2503001
Ölduhverfi ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til útgraftar á vegstæði innan svæðis og niður að uppkeyrslu. Mótun svæðis tengt Bogöldu og uppkeyrslu að svæði.

4. Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús - 2411007
Sveitarstjórn heimilaði á 645. fundi sínum landeiganda að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að breytingu á aðalskipulagi samhliða tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

5. Erindi frá Óshólmanefnd til Eyjafjarðarsveitar varðandi Hvamms- og Kjarnarflæðar - 2503002
Óshólmanefnd hefur sent Eyjafjarðarsveit erindi vegna afgreiðslu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar á framkvæmdaleyfi á svæðinu. 

6. Samtök iðnaðarins - Innviðir á Íslandi 2025. Ástand og framtíðarhorfur - 2502053

7. Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál - 2503004
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál. Á norðurlandi tekur tillagan til þess að eftirfarandi kostir færist úr biðflokki í verndarflokk:
Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun C, R3107C,
Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun D, R3107D,
Norðurland, Héraðsvötn, Villinganesvirkjun, R3108A,
Norðurland, Héraðsvötn, Blanda, Vestari-Jökulsá, R3143A.

8. XL. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 20.mars 2025 - 2503005
XL. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram þann 20.mars næstkomandi og liggur dagskrá þingsins ásamt fundargögnum og tillögum fyrir á vef sambandsins.

9. Viðauki I við fjárhagsáætlun 2025 - 2503009
Viðauki vegna fjárhagsáætlunar 2025 vegna kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

18. SSNE - 2502003
Framkvæmdastjóri SSNE mætir til fundar við sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þar sem farið er yfir starfsemi samtakanna, áherslur samtakanna og það helsta sem snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Fundargerðir til kynningar
10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 965 - 2502044

11. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 966 - 2502045

12. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 967 - 2502046

13. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 968 - 2502047

14. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 969 - 2502048

15. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 970 - 2502057

16. Norðurorka - Fundargerð 307. fundar - 2502051

17. Óshólmanefnd - fundargerð 4. mars 2025 - 2503003

19. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 427 - 2503001F
10.03.2025


Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.