Fréttir frá Samherjum

Gaman er að minnast á nokkur afrek hjá Samherjakrökkunum í frjálsum íþróttum, en krakkarnir voru að koma sér í fremstu röð ekki bara á landinu heldur líka á Norðurlöndum.

Þetta byrjaði á því að Jónas Rögnvaldsson (Björk) og Egill Ívarsson (Stafni) komust í úrvalshóp unglinga í 400m hlaupi.Þetta gerðu þeir á æfingabúðamóti UMSE 20. júní. Egill hljóp á besta tíma ársins hjá 15-16 ára sveinum eða 55,00 sekúndum og Jónas hljóp á næstbesta tíma ársins eða 55,16 sekundum. Egill er á yngra ári og er þessi árangur hans frábær og einungis 1 sekúndu frá því að komast í afrekshóp Frjálsíþróttasambands Íslands ( FRÍ ). Jónas er á eldra ári og er þetta langþráð markmið hjá honum.

Helgina 27.-29. júní voru haldnir Heimsleikar unglinga í Gautaborg (Verdens Ungdoms Spelen) þar sem allir bestu frjálsíþróttaunglingar Norðurlanda komu saman. Einnig komu keppendur frá Skotlandi, Hollandi, Quatar og Þýskalandi.

Frá Samherjum fóru Sveinborg Katla Daníelsdóttir (Ytra-Laugalandi), Ingvar Heiðmann Birgisson (Gullbrekku) Máni Bulakorn (Vatnsenda), Árni Bragi Eyjólfsson (Kristnesi) Egill og Jónas.

Til að gera langa sögu stutta þá náðu krakkarnir að koma sér í fremstu röð á Norðurlöndum. Egill gerði sér lítið fyrir og varð 5. í 300m grind á tímanum 42,08 sekúndum sem er sekúndu undir afrekslágmarki FRÍ. Egill náði einnig góðum árangri í 1500m hindrunarhalupi á öðrum besta tíma frá upphafi og einungis 4 sekúndum frá Íslandsmeti. Tími hans var 5:12,41 mín Egill varð 16. í þessari grein. Egill varð einnig 15. í 300m hlaupi á tímanum 38,66. Egill keppti í 12 greinum á mótinu. Jónas varð 14 í 400m hlaupi á tímanum 55,71 sek. Ingvar náði góðum árangri í kúlu en hann varð 11 í 14 ára flokki með kast upp á 10,05m (4kg). Máni varð 14. kúlu með stórbætingu 8.88m með 3 kg. Árni Bragi kvaddi okkur með því að hlaupa á sínum besta tíma í 800m en það er hans grein enda er hann tvöfaldur Íslandsmeistari í þeirri grein. Sveinborg vakti samt mesta athygli en hún frumsýndi á þessu stórmóti nýjan kúluvarpsstíl þar sem hún fer í handahlaup með kúluna inn í hringnum áður en hún kastar henni. Þetta vakti mikla athygli hjá nærstöddum.

Styrkleikastaðan á Íslandi núna hjá 15-16 ára sveinum sú að Egill Ívarsson á besta tíman á árinu í 400m karlagrind og 1500m hindrunarhlaupi og 300m hlaupi, 2. besta tíman í 400m og 300m grind. Jonas á 3. besta tíman i 400m, 2 besta tíman í 200m Ingvar á besta árangurinn í kúlu á árinu Guðmundur Daníelson (Ytra-Laugalandi) á 2. besta árangur í boltakasti á árinu Daníel Rögnvaldsson (Björk) á besta tíma 14 ára í 400m Haukur Gylfi Gíslason (Grísará) á 2. besta árangur á árinu í hástökki Kristján Rögnvaldsson (Björk) á 6. besta árangur á landinu í 400m hjá 17-18 ára drengjum.

Þetta sýnir að við eigum krakka á alþjóðlegan mælikvarða. Svo má minnast á þessa ömurlegu aðstöðu sem þessir krakkar æfa við og þeim fórnum sem þau eru búin að færa til þess að geta æft við góðar aðstæður en það eru ófáar ferðirnar sem búið er að fara á Lauga eða Sauðárkrók í vor og sumar.

Svo má minna á æfingarnar hjá okkur sem eru eftirfarandi:
Mánudagar 19:00-21:00 15 ára og eldri lyftingar og púl hjá Öldu
Þriðjudagar 19:00-21:00 æfing við Hrafnagilsskóla allir aldurshópar
Miðvikudagar 17:00-19:00 13 ára og eldri úrvalshópur UMSE staðsetning breytileg
Fimmtudagar 19:00-21:00 æfing við Hrafnagilsskóla allir aldurshópar
Föstudagar
16:00-18:00 15 ára og eldri heima hjá Ara, útihlaup oglyftingar
Laugardagar æfingar fyrir 13 ára eldri þegar það hentar.
Svo eru einkaæfingar þegar þarf að skerpa á ákveðnum hlutum

Kveðja Ari H Jósavinsson frjálsíþróttaþjálfari