Afkoma sveitarfélagsins hefur verið með ágætum á yfirstandandi kjörtímabili, rekstur góður og fjárhagsstaða vel viðunandi,
þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar síðustu missera. Af því eru frambjóðendur H-listans afar stoltir og hafa einsett sér að tryggja
áframhaldandi hagsæld í Eyjafjarðarsveit.
H-listinn er óháð framboð og samanstendur af breiðum hópi einstaklinga, gamalreyndum sem nýgræðingum, sem eiga það sameiginlegt að
vilja sveitinni sinni og íbúum hennar allt hið besta. Hópurinn er samstíga í þeirri hugsjón að gera góða sveit enn betri, og hefur
sameinast í því markmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa ásamt því að viðhalda góðum
rekstri sveitarfélagsins.
H-listann skipa:
1. Arnar Árnason, oddviti. Bóndi og iðnaðartæknifræðingur. Hranastöðum.
2. Birna Ágústsdóttir. Lögfræðingur. Rifkelsstöðum.
3. Einar Gíslason. Kennari og myndlistamaður. Brúnum.
4. Kristín Kolbeinsdóttir. Grunnskólakennari og nemi í Heilsumeistaraskólanum. Vökulandi.
5. Elmar Sigurgeirsson. Bóndi og húsasmiður. Hríshóli.
6. Birgir Arason. Bóndi og tónlistarmaður. Gullbrekku.
7. Brynhildur Bjarnadóttir. Skógvistfræðingur. Hjallatröð 4.
8. Sigrún Lilja Sigurðardóttir. Heilsunuddari. Sunnutröð 1.
9. Árni Kristjánsson. Byggingarverkfræðingur. Sunnutröð 3.
10. Dagný Linda Kristjánsdóttir. Nemi í iðjuþjálfun. Hólshúsum.
11. Þórir Níelsson. Bóndi og rennismiður. Torfum.
12. Snæfríð Egilsson. Iðjuþjálfi. Kristnesi 12.
13. Reynir Björgvinsson. Bóndi og húsasmiður. Bringu.
14. Guðný Kristinsdóttir. Húsfreyja. Espihóli.
Fyrir hönd H-listans,
Arnar Árnason, oddviti.